Cha cha cha / Foxtrot / Jive / Rúmba / Samba / Vals / Quickstep / Tangó / Salsa / Vínarvals / Bugg / Salsa / Merengue / Bachata o.fl.

Námskeið

Stutt og löng námskeið fyrir hjón og pör. Byrjendur og lengra komnir.

Byrjendur skella sér á fjögurra vikna byrjendanámskeið en þeir sem eru lengra komnir skrá sig á framhaldsnámskeið. Svo mæta allir á danskvöld sem haldin eru í Hjartastöðinni til að skemmta sér og æfa sporin.

Markmiðið er að hvert par njóti þess að dansa saman og að hver tími sé góð skemmtun og dýrmæt samverustund.

Samkvæmisdans – byrjendur

Þeir sem eru algjörir byrjendur eða hafa með öllu gleymt gömlu sporunum fá kennslu í grunnsporunum í fjórum dönsum, Cha cha, Foxtrot, Jive og Vals. Kennslan er skemmtileg, framsetningin einföld og allir geta lært sporin.

Samkvæmisdans – framhald

Allir sem hafa nýlokið byrjendanámskeiði eða vilja rifja upp gamla takta fá á þessu námskeiði frábæra upprifjun  auk þess að bæta við nokkrum einföldum sporum. Dansarnir eru Cha cha, Foxtrot, Jive og Vals auk þess sem kennd eru undirstöðuatriði í Sömbu og Rúmbu.

Samkvæmisdans – dansæfingar

Reglulega eru haldnar dansæfingar í Dans og jóga Hjartastöðinni. Yfir vetrartímann eru þær á föstudagskvöldum en á sumrin eru þær yfirleitt á miðvikudagskvöldum.

Einkatímar

Pör geta keypt einkatíma og lært að dansa eða til að rifja upp gamla takta, undirbúa sýningaratriði eða bara til að fá úrvals kennslu í ró og næði.

Hafið samband og við finnum tíma.

Hópar

Skemmtilegt dansnámskeið verður ennþá skemmtilegra þegar vinapör taka sig saman og skella sér á dansgólfið.

Upplagt að hittast á undan einum tímanum og borða eða ljúka námskeiðinu og fara saman á kaffihús eða setjast niður í setustofu Hjartastöðvarinnar.

Við veitum hópum með fimm pörum eða fleirum afslátt.