Opnir jógatímar

Hatha jóga

Tímarnir eru byggðir upp á öndunaræfingum, upphitunaræfingum, Hatha jógastöðum og slökun. Öndunaræfingarnar auka orkuna og hjálpa okkur við að fara innávið. Jógastöðurnar styrkja líkamann, auka jafnvægið og bæta liðleika. Slökunin endurnærir, losar um streitu og róar hugann.
Frábærir kennarar, framúrskarandi aðstaða og notalegt andrúmsloft.
Síðdegis á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:20, í hádeginu á mánudögum kl. 12:10 og laugardagsmorgna kl. 9:30.

Rólegt Jóga

Úrvals góðir jógatímar á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10:15. Tímarnir eru fyrir þá sem vilja fara hægt í gegn um jógastöðurnar, njóta samveru með góðu fólki og upplifa jóga fram á efri ár. Margir þátttakendur í þessum tímum hafa stundað jóga saman í hóp um árabil og halda því áfram en tímarir eru opnir og öllum velkomið að vera með.
Aðalkennari í Rólegu jóga er Maggý

Námskeið

JÓGA FYRIR KARLMENN

Frábærir jógatímar með Öbbu á fimmtudögum kl. 18:40. Farið í grunnstöður, öndun, styrk og slökun. 

Meðgöngujóga

Í meðgöngujóga nær konan dýpri tengingu í gegnum fullkomna öndun.Verðandi móðir gefur sjálfri sér, meðgöngunni og barninu fulla athygli. Því hver meðganga og fæðing er einstök upplifun.

Langar þig að prófa?

Með vikupassa fyrir 2000 kr. getur þú mætt eins oft og þú vilt í eina viku

Fá vikupassa

Veldu kort

Ef þú vilt stunda JÓGA, STRONG, ZUMBA og/eða LÍNUDANS og mæta að jafnaði tvisvar í viku eða oftar þá er áskrift og árskort bestu kjörin. Við bjóðum einnig upp á 5, 10 eða 20 tíma klippikort.

Frá: kr. 12.700 / month
kr. 23.900kr. 27.900
kr. 17.900