Ég var svo lánsön að kynnast Theu, fljótlega eftir að hún byrjaði að kenna jóga og undir hennar leiðsögn hef ég fundið mig í hreyfingunni, mýktinni og tjáningunni. Theu tekst með nærveru sinni, óbilandi áhuga á viðfangsefninu og vel valinni tónlist að fanga stemningu sem nærir sál og líkama. Alltaf hlý, brosmild, stutt í hláturinn og einlægur vilji til að gefa af sér. Tímarnir í Hjartastöðinni auðga sál og líkama. Þeir eru mannbætandi. Ekki kvöð heldur tilhlökkun. Þar finnur maður velvilja í garð allra og áhuga fyrir því fólki sem þangað kemur.