Opnir STRONG tímar
STRONG NATION er skemmtileg líkamsrækt sem skilar frábærum árangri.
Enginn er að telja skiptin sem taka þarf ákveðnar hreyfingar því að hreyfingarnar eru keyrðar áfram af tónlistinni sem er sérsamin og gefin út af Zumba fyrirtækinu.
Þátttaka í STRONG NATION er ekki háð aldri, kyni, þyngd né reynslu af sambærilegri líkamsrækt. Allir geta byrjað og verið með.
Kennt er á þremur mismunandi styrkleikastigum í hverjum tíma og hver og einn finnur hvaða stig hentar sér. Opnir tímar eru á þriðjudögum kl. 18:05 í 40 mínútur og á fimmtudögum kl. 18:05 í 30 mínútur.