Opnir STRONG tímar

STRONG NATION er skemmtileg líkamsrækt sem skilar frábærum árangri.

Enginn er að telja skiptin sem taka þarf ákveðnar hreyfingar því að hreyfingarnar eru keyrðar áfram af tónlistinni sem er sérsamin og gefin út af Zumba fyrirtækinu.

Þátttaka í STRONG NATION er ekki háð aldri, kyni, þyngd né reynslu af sambærilegri líkamsrækt. Allir geta byrjað og verið með.

Kennt er á þremur mismunandi styrkleikastigum í hverjum tíma og hver og einn finnur hvaða stig hentar sér. Opnir tímar eru á þriðjudögum kl. 18:05 í 40 mínútur og á fimmtudögum kl. 18:05 í 30 mínútur.

Langar þig að prófa án mikillar skuldbindingar?

Með vikupassa fyrir 2000 kr. getur þú mætt eins oft og þú vilt í eina viku

Fá vikupassa

Veldu kort

Ef þú vilt stunda STRONG NATION, JÓGA, ZUMBA og/eða LÍNUDANS og mæta að jafnaði tvisvar í viku eða oftar þá er áskrift og árskort bestu kjörin. Við bjóðum einnig upp á 10 tíma klippikort.

Frá: kr. 13.500 / month
kr. 25.400kr. 29.700