Opnir tímar í línudansi / Framhaldsnámskeið
Línudanskennslan hjá Dans & jóga á sér langa sögu. Jóhann Örn Ólafsson lærði sín fyrstu línudansspor hjá Kananum í Varnarliðinu í Keflavík 1994 og fyrsta námskeiðið var haldið 1995.
Í Dans og Jóga Hjartastöðinni er frábært að stunda línudansinn og sækja opna tíma á þriðjudögum. Þá er kennsla og æfing fyrir þá sem eru lengra komnir frá kl. 17:00 – 18:30. Jói sér um kennsluna og stjórnar tónlistinni.
30 mínútur fisléttir dansar / 30 mínútur léttir dansar / 30 mínútur erfiðir dansar
