Albir á Spáni með Úrval Útsýn 8. – 15. júní 2018

Zumba og Jóga með Theu og Jóa

Allir sem hafa farið eru sammála!

Albir er frábær, Zumba tímarnir æði, jóga upplifunin yndisleg og kennararnir meiriháttar.

Vinir, hjón, vinkonur, mæðgur, systur, frænkur og fjölskyldur skella sér saman í þessa ferð. Allir koma endurnærðir heim.

Skelltu þér með !

„Þetta er búið að vera yndisleg ferð. Höfum aldrei farið í Zumba og jóga áður en ákváðum að skella okkur samt og sjáum sko ekki eftir því. Þvílík skemmtun, yndislegt fólk með okkur í ferðinni og ekki skemmir að Jói og Thea eru með. Takk kærlega fyrir okkur :-)“

Sigríður Heiða Sigurðardóttir

Ferðin var ákveðin og keypt á 15 mínútum . Að vera með mömmu sinni og systrum að rækta líkama og sál er algjörlega ómetanlegt og að gera það með Jóa og Theu á Albir er líklega best í heimi.

Kolbrún Halldórsdóttir

Það er næstum því uppselt en ekki alveg. Til að komast með hefur þú samban við Úrval útsýn með tölvupósti og pantar ferðina þannig. Þá er flogið út 7. júní og heim 14. júní. Dagskráin okkar er dagana 9. – 13. júní.

Á hverju ári selst upp í þessa frábæru ferð. Hafðu því hraðar hendur og bókaðu núna. Ferðin kostar frá kr. 173.900. Innifalið er flug með Icelandair fram og til baka, rútuferð til og frá Alicante flugvelli, fjögurra stjörnu gisting með hálfu fæði á Hotel Albir Playa og öll dagskráin undir stjórn Jóa og Theu; Zumba partý, jógatímar, gönguferðir ofl. ofl.