Dans & Jóga / Skilmálar
Almennt
Dans og Jóga áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis og/eða með tölvupósti.
Afhending vöru
Við kaup á námskeiðum og klippikortum verða til rafræn klippikort sem bíða þess að viðskiptavinir mæti í tíma og láti merkja við sig í afgreiðslu. Sé verið að kaupa gjafabréf er það afgreitt sérstaklega innan þriggja virkra daga eftir samkomulagi kaupanda og verslunar.
Gildistími korta
Öll námskeið og klippikort hafa sinn sérstaka gildistíma sem tekin er fram í lýsingu hverrar vöru. Klippikort gilda í 3 eða 6 mánuði frá kaupdegi en námskeið hafa misjafnan gildistíma. Mánaðarkort gildir í einn mánuð frá kaupdegi.
Áskrift
- Með áskrift máttu mæta í alla opna tíma á stundarskrá í zumba, STRONG, jóga og línudansi.
- Áskriftarsamninginn má finna neðar á þessari síðu. Við kaupinn þarf að haka við og samþykkja terms and conditions eða skilamálana sem þú ert að skoða og er um leið skrifað undir áskriftarsamning.
- Fyrsta greiðsla er gjaldfærð strax með kortagreiðslu og kaupum í vefverslun hér.
- Áskriftin er bindandi í 6 eða 12 mánuði en eftir það er hægt að segja henni upp.
- Uppsögn þarf að berast fyrir 15. dag mánaðar svo hún taki gildi um næsta mánaðarmót á eftir.
- Til að segja upp áskriftinni skaltu smella hér.
Forföll og endurgreiðsluréttur
Geti kaupandi ekki nýtt keypta vöru vegna eigin veikinda er hægt, gegn framvísun læknisvottorðs, að framlengja eða breyta gildistíma korta og námskeiða eða fá endurgreitt að fullu sé enginn kostur á að nýta síðar.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og öll verð eru birt með fyrirvara um villur.
Skattar og gjöld
Engin virðisaukaskattur er lagður á dans og jóganámskeið.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Áskriftarsamningur
- Aðgangur að Dans og Jóga Hjartastöðinni.
Áskrifandi getur mætt í alla opna tíma á stundarskrá í zumba, STRONG, jóga og línudansi, svo lengi sem pláss er í tímunum. Stundarskráin er aðgengileg á heimasíðu Dans og Jóga: www.dansogjoga.is/timar og þar er æskilegt að skrá sig í tíma og taka frá pláss.
Dans og Jóga áskilur sér rétt til að fella niður einn og einn tíma án fyrirvara sé ekki næg þátttaka, kennari frá vegna veikinda eða annarra ófyrirsjáanlegra orsaka. Dans og Jóga áskilur sér einnig rétt til að gera breytingar á stundarskánni, færa til ákveðna tíma eða fella niður ákveðna tíma til lengri eða skemmri tíma.
2. Binditími áskriftar og verð
Með samningi þessum skuldbindur áskrifandi sig til að greiða mánaðargjald kr. 11.900 í amk. 12 mánuði eða kr. 13.900 í amk. 6 mánuði. Að binditíma loknum heldur áskriftin sjálfkrafa áfram þar til henni er sagt upp.
Með samningi þessum skuldbindur Dans og Jóga sig til að halda óbreyttu verði út binditíma áskriftar.
3. Greiðslur
Fyrsta greiðsla er gjaldfærð strax með kaupum í vefverslun. Svo er skuldfært sjálfkrafa af korti 3. dag hvers mánaðar eða mánuði eftir fyrstu greiðslu. Takist ekki að gjaldfæra af korti áskrifanda er áskrifanda skylt að greiða þann mánuð með öðrum hætti.
4. Uppsögn áskriftar
Eftir að binditími áskriftar er liðinn er hægt að segja henni upp.
Uppsögn þarf að berast fyrir 15. dag mánaðar svo hún taki gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Til að segja upp áskriftinni þarf að senda tölvupóst á dansogjoga@dansogjoga.is og tilkynna uppsögn.
5. Forföll og endurgreiðsluréttur
Geti áskrifandi ekki nýtt sér þjónustu Dans og Jóga í ákveðinn tíma vegna slyss eða veikinda er hægt, gegn framvísun læknisvottorðs, að fella niður greiðslur tímabundið eða fella samning þennan úr gildi sé um langvarandi veikindi að ræða.
6. Ábyrgð og umgengni
Áskrifandi sækir Dans og Jóga Hjartastöðina á eigin ábyrgð. Áskrifandi fullyrðir með samþykki á skilmálum þessum að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt, dans og jóga og að honum sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Áskrifandi stundar æfingar á eigin ábyrgð og firrir Dans og Jóga allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem áskrifandi kann að verða fyrir.
Dans og Jóga ber enga ábyrgð á líkamstjóni áskrifanda nema það verði sannanlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.
Öll verðmæti áskrifanda eru á eigin ábyrgð inni í Dans og Jóga.
Áskrifandi skal ganga vel um húsnæði Dans og Jóga. Óleyfilegt er að fara á útiskóm inn í stöðina. Þurrir og hreinir skór eru hafði meðferðis til að nota í anddyri og sölum stöðvarinnar.
Persónuverndarstefna
- Dans og Jóga ehf leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga notenda.
- Dans og Jóga ehf sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.
- Stefna Dans og Jóga ehf er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem Dans og Jóga ehf ber að veita notenda.
- Dans og Jóga ehf ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt.
- Allar upplýsingar sem notendur okkar vefsvæðis láta Dans og Jóga ehf í té eða sem Dans og Jóga ehf sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Alla Persónuverndarstefnuna má lesa hér
Greiðsluleiðir
Sé pantað og greitt í gegn um vefverslun Dans & Jóga fer greiðslan fram í gegn um örugga greiðslugátt Salt þar sem hægt er að greiða bæði með kredit og debet korti. Kortaupplýsingar kaupanda eru 100% öruggar í greiðslugátt Salt og koma aldrei fyrir augu starfsfólks Dans og Jóga.
Dans & Jóga ehf.
Skútuvogi 13a
104 Reykjavík
Almennt netfang: dansogjoga@dansogjoga.is
Netfang vegna reikninga: bokhald@dansogjoga.is
Sími: 611 3877
Kt: 521095-2109
VSK númer: 87288