Grunn- og byrjendanámskeið í hatha jóga með Ástu, Evu Maríu og Theu
Ásta og Thea kenna byrjendum í jóga í Hjartastöðinni. Grunn jógastöður, öndunaræfingar og djúpslökun í hefðbundnu hatha jóga.
Hver tími er 50 mínútur og endar á góðri slökun.
Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum, liðugum og stirðum, ungum og öldnum.
Gott að mæta í þægilegum klæðnaði. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum en það er um að gera fyrir alla sem ætla að stunda jóga að eiga sína eigin dýnu. Frábærar Asanas kork dýnur fást í afgreiðslu og vefverslun Dans og Jóga.
Það er svo margvíslegur ávinningur af reglulegri ástundun jóga og með byrjendanámskeiði er lagður grunnur að því að geta stundað almenna og opna tíma í Hjartastöðinni og auðvitað hvar sem er. Um leið og námskeiðið er komið af stað er upplagt að byrja að mæta í einhvern af opnu tímunum í Dans og jóga, t.d. á laugardagsmorgnum kl. 9:30.
Ásta hefur kennt jóga í Hjartastöðinni í eitt ár og er afar vinsæl hjá iðkendum stöðvarinnar. Ásta starfar einnig sem flugfreyja hjá Icelandair auk þess að sinna þjálfun og kennslu nýliða í flugþjónustu. Ásta hefur lagt stund á jóga um árabil og hefur lokið 200 tíma námi hjá Shree Yoga og stundar nú framhaldsnám hjá Yogarenew í Bandaríkjunum. Ásta er einnig heilsu- og svæðanuddari og leggur áherslu á að jóganemendur tileinki sér að vinna með eigin líkama og læri að draga úr t.d. vöðvabólgu, svefnleysi og streitu.
Allir þátttakendur fá 50% afslátt af einu 10 tíma klippikorti í Dans og jóga Hjartastöðinni sem nýtist í alla opna tíma í 3 mánuði. Þar með er líka hægt að stunda Zumba partý sem eru haldin fimm sinnum í viku, STRONG á þriðjudögum og fimmtudögum og mæta í opna tíma í Bandvefslosun með Heklu á þriðjudögum og fimmtudögum.
Fylgdu Dans og jóga eftir á samfélagsmiðlum :