Samkvæmisdans til að auka nánd og gleði í samböndum

Samkvæmisdans hefur oft á tíðum mjög óvænt áhrif á hjón og pör sem koma til okkar og fjölmargir viðskiptavinir hafa deilt því með okkur að upplifa talsvert meiri nánd með maka sínum eftir að byrja að dansa saman. 

Við þekkjum það flest að í hraða og annríki lífsins í nútímanum fjarlægjast pör stundum hvort annað. Stefnumót heyra sögunni til og fólk eyðir kvöldunum jafnvel hvort í sínu horni.

Hér að neðan eru nokkrir af þeim atriðum sem viðskiptavinir okkar hafa deilt með okkur og virðast þetta vera mikið til það sama sem fólk upplifir.

Númer 1

Stefnumót – Að taka frá tíma einu sinni í viku til að eiga stund saman þar sem athyglin er á hvort annað er það sem flestir tala um að finna jákvæð áhrif af.
Ótrúlega margir fara svo að stíga uppúr sófanum á kvöldin til að æfa sporin og breyta þar með kvöldi sem annars færi í sjónvarpsgláp eða símann í annað stefnumót. Allt sem þarf er danstónlist og smá pláss.

Númer 2

Samvinna – Það er erfitt að dansa saman án þess að stilla saman strengi og vinna saman. Að finna taktinn með hvort öðru virðist yfirfærast á önnur samskipti og verkefni líka. Dans er samvinna og samvera og í dansi þarf fólk að vera samstíga, samtaka og helst sammála 🙂

Númer 3

Nánd – Að dansa saman paradans skapar nánd milli para og hjóna og margir segjast upplifa það að vera meira skotin í maka sínum eftir að dansa með þeim.

Númer 4

Að læra að sleppa tökunum – Í samkvæmisdansi verður hver að fá að vera í sínu hlutverki til að dansinn gangi upp og fólk finnur yfirleitt fljótt að það verður að sleppa tökunum og leyfa makanum að finna sig í sínu hlutverki. Þetta gagnast pörum mjög vel að læra og yfirfæra á aðra hluti í lífinu.

Númer 5

Að fara út fyrir þægindarammann – Að mæta í fyrsta skipti í samkvæmisdans á ævinni er skref útfyrir þægindarammann fyrir flesta. Að gera slíkt saman sem par eflir þau sem teymi. Flestir tala líka um að það sé gleymt eftir 10 mínútur vegna þess að allur fókusinn fer á hvort annað.

Oft á tíðum er smá samvera og samvinna það eina sem pör þurfa til að finna meiri gleði og nánd í sambandið. Við hvetjum öll hjón og pör til að taka af skarið og prófa. Mæta á stefnumótaröð með makanum sínum á samkvæmisdansanámskeið í Dans og jóga Hjartarstöðinni. Einkatímar eru frábær leið til að upplifa alt ofantalið og þá getur kennarinn gefið mun nákvæmari upplýsingar, sérsniðnar að parinu. Á námskeiðunum eru fleiri pör sem myndar skemmtilega stemningu og í kaupbæti eignast pör oft góða vini sem eru í sömu erindagjörðum, á stefnumóti einu sinni í viku.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *