30 ára afmæli Dans og jóga

30 ára afmæli Dans og jóga

30 ÁRA AFMÆLI DANS & JÓGA !

Dans og jóga fagnar 30 árum frá stofnun fyrirtækisins 1993
og 6 ára afmæli Hjartastöðvarinnar sem opnaði 16. september 2017 🎉

Allir viðskiptavinir og velunnarar Dans & jóga Hjartastöðvarinnar eru velkomnir í Skútuvog 13A milli kl. 16 og 18, laugardaginn 16. september. Reyndar byrjar hátíðin um morguninn með jóga í stóra salnum kl. 9-10:30 og Zumba partý kl. 11-12:15 og frítt er í báða tímana en nauðsynlegt að skrá sig á www.dansojoga.is/timar 

Í síðdegispartýjinu verður boðið upp á freyðandi drykki, léttar veitingar, skemmtiatriði og almenna gleði í tilefni tímamótanna.
Þetta hófst haustið 1993 með Jóa í danskennslu í samkvæmisdönsum fyrir börn og fullorðna. 1995 bættist línudansinn við. Samhliða kennslunni voru settar upp ótal danssýningar um land allt og keppnisdansarar á vegum skólans unnu til fjölda verðlauna. Um aldamótin kom Thea inn í starfið og kenndi dansinn með Jóa en árið 2009 gerðist hún jógakennari og nafni Danssmiðjunnar var breytt í Dans & Jóga.
Haustið 2011 voru Zumba partý kynnt til sögunnar og þúsundir flykktust í Valsheimilið næstu árin. Haustið 2017 var Skútuvogur 13A tekinn á leigu og Dans & Jóga Hjartastöðin opnuð 16. september.
Fjölmargt er ávalt á dagskránni og Hjartastöðin blómstarar með frábærum kennurum og starfsfólki: Jóga, samkvæmisdansar, línudans, Zumba, Bandvefslosun, STRONG, Jóga nidra, Gong slökun ofl. ofl. Hjartastöðin varð viðbót við nafnið til að leggja áherslu á að allt er gert með hjartanu, hjartastöð nemenda og þátttakenda er styrkt með hreyfingunni og allir eru hjartanlega velkomnir.

Við hvetjum alla viðskiptavini okkar fyrr og nú til að koma og fagna með okkur í september og þökkum þeim öllum fyrir að vera með okkur í gleðinni.

Viðburðurinn er á Facebook !

 

LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 16

LÉTTAR VETINGAR OG SKEMMTIATRIÐI

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *