7 ástæður þess að þú ættir að stunda jóga

7 ástæður þess að þú ættir að stunda jóga

Þú ættir að prófa jóga og þú getur fengið frían kynningartíma.

Og þú ættir að stunda jóga því það er hollt fyrir þig á svo marga vegu.

jogamedtheu

Jóga er árþúsunda gamalt og ættað frá Indlandi. Jóga er hannað til að þeir sem iðka jóga fái jákvæðari sýn á lífið og einbeitta og varanlega tilfinningu fyrir innri frið og ró. Jóga er stundað um allan heim í þeim tilgangi að auka heilbrigði og andlegan þroska einstaklingsins. Markviss jóga ástundun og hugleiðsla víkkar vitund mannsins og leiðir til andlegrar uppljómunar, fullkomins friðar og varanlegrar hamingju.

Þú heldur kannski að jóga sé ekki fyrir þig en þú ættir að hugsa það upp á nýtt og prófa. Hér eru 7 ástæður til að hefja jógaiðkun fyrr en síðar.

1 – Jóga er frábær líkamsrækt

Þetta er fyrsta og augljósasta staðreyndin um jóga. Heilbrigð sál býr í hraustum líkama og líkaminn þarf reglulega hreyfingu sem styrkir og liðkar. Í jóga eru ótal æfingar sem þjálfa mismunandi vöðva og líkamshluta. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar að allir geta notið þeirra og hver og einn fer í gegn um þær á sínum hraða sem hæfir líkama, úthaldi, aldri og styrk hvers og eins. Það er engin ástæða til að gera ekki jóga.

2 – Jóga kemur þér í samband við líkama þinn

Jóga teyjur og æfingar eru hannaðar þannig að hreyfingin styrki og auki á liðleika líkamans. Það þýðir að regluleg jóga iðkun gerir þig meðvitaða(n) um líkama þinn og þú veist betur hvar styrkur þinn er og veikleikar þínir koma betur í ljós og þannig má vinna í þeim og styrkja.

3 – Öndin verður betri og meðvitaðri

Stór þáttur í jógaiðkun eru öndunaræfingar sem ýmist eru hafðar með öðrum æfingum eða einar og sér. Öndunaræfingar ýta undir einbeittari og meðvitaðri öndun sem nýtist í daglegu lífi. Ef þú nærð föstum tökum á því hvernig þú andar ertu komin með tæki til að ná betri tökum á streitu, svefni og vellíðan alla daga. Að anda er eitt af því sem við gerum látlaust alla ævi en sjaldnast mjög meðvitað. Jóga tengir þig betur við öndun þína og eftir nokkrar vikur í jóga finnur þú muninn.

4 – Svefninn gæti orðið mun betri

Einn lítill en ákaflega góður ávinningur af því að stunda jóga er að það getur hjálpað þér að sofa betur. Ein ástæða getur verið sú að nokkrar æfingar og jógastöður eru einmitt svo góðar rétt fyrir svefninn og rannsóknir hafa sýnt að létt hreyfing áður en lagst er á koddann hjálpar okkur að sofna fyrr og sofa betur. Önnur ástæða er að ef þú átt erfitt með að sofa vel, hjálpar að vinna í vandamálum  í gegnum jóga sem getur svo leitt til betri svefns. Slökunar stund í lok flestra jóga tíma kennir þeim sem stunda jóga að slaka .

5 – Líkamsstaða þín verður réttari

Jóga æfingar og stöður fá þig til að huga að líkamsstöðu þinni. Í gegn um öndun og stöður þar sem setið er á dýnunni þarftu að rétta úr hryggnum og jógakennarinn leiðbeinir þér til þess. Fyrir fólk sem situr allan daginn við vinnu sína þarf sérstaklega á æfingum að halda til að laga líkamsstöðuna og minnka álagið á hrygginn. Þú munt að auki ganga um með höfuðið hærra og þá eykst sjálfstraustið.

6 – Jóga hefur góð áhrif á andlegan og líkamlegan styrk

Ein önnur frábær afleiðing jógaiðkunnar er að þú getur náð miklu meiri andlegum og líkamlegum styrk. Ein af aðalástæðum þess að fólk hóf að gera jóga æfingar var til að styrkja líkamann svo manneskjan gæti setið lengur og hugleitt. Æfingarnar og stöðurnar tryggja þér því mikinn líkamlegan styrk. Öndunaræfingarnar styrkja lungun og djúpar stöður og teygjur styrkja miðju líkamans og um leið alla vöðva sem hægt er að nefna. Þegar þú gerir æfingarnar verður þú að einbeita þér og í hugleiðslunni tæmirðu hugann, losar um stress og kvíða og styrkist andlega um leið.

7 – Hugleiðsla sem er hluti af jóga getur bætt lífsgæði þín verulega

Hugleiðsla, einbeiting, núvitund, kyrrð hugans og ró eru undirstaðan og takmarkið í jóga. Þú getur gert allar stöðurnar glæsilega en þær tapa tilgangi sínum ef ekki fylgir einbeiting og hugsun. Margsannað er að hugleiðsla hefur gríðargóð áhrif á líf fólks og allir ættu að hafa hana með í sinni dagskrá.  Hugleiðsla snýst ekki um að loka sig af tímunum saman með Gong og reykelsi heldur að finna sér rólegan stað þar sem hægt er að gefa sér að minnsta kosti 10 mínútur án truflunar til að leyfa hugsunum að koma og fara og kyrra hugann. Þetta er gert í slökun í góðum jógatíma. Hugleiðsla bætir lífsgæði þín og hjálpar þér að vinna úr öllu sem þú ert að fást við dags daglega. Hugleiðsla er stór hluti af jógaiðkun sem getur virkilega breytt lífi þínu.

Greinin er lausleg þýðing á grein eftir Chris Haigh sem hann skrifaði fyrir www.lifehack.org og einnig er vitnað í skrif Kristbjargar Kristmundsdóttur jógakennara sem hefur kennt jóga um árabil á Íslandi.

Thea í dufu smallMá bjóða þér í frían kynningartíma í Jóga með Theu ? Fylltu út þetta form og komdu svo

  • DD dot MM dot YYYY
    Jóga með Theu er á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:15 og á laugardögum kl. 9:45. Þú mátt koma þegar þú vilt.