Samkvæmisdansar fyrir hjón og pör

SamkvemisdansHeimasida1680x551

Námskeið fyrir byrjendur og þá sem hafa öllu gleymt hefst fimmtudagskvöldið 1. október í Valsheimilinu að Hliðarenda.

Skemmtilegt, gagnlegt, uppbyggjandi og gefandi fyrir hjón og pör sem vilja eiga notalega kvöldstund saman og gera eitthvað fyrir sig og sambandið.

8 vikna námskeið. Mætt í hverri viku á sama tíma á fimmtudagskvöldum kl. 21:00. Verð fyrir parið er kr. 32.800. Hægt er að skipta greiðslu á kreditkort og einnig er hægt að sækja styrk til sumra stéttarfélaga.

Kennarar eru hjónin Jóhann Örn og Thea.

Við mælum með því að vinahópar taki sig saman og mæti. Það eykur á ánægjuna og gerir námskeiðið ennþá skemmtilegra og jafnvel ódýrara ef 5 pör eða fleiri koma saman.

Cha cha cha, Foxtrot, Jive, salsa og Samba eru þeir dansar sem helst verða kenndir á námskeiðinu.