Með nýrri og betri líkama og betri svefn eftir Jóga með Theu

IMG_6441
Áslaug Erla Guðnadóttir hefur stundað Jóga með Theu um nokkurt skeið. Hún mætir einu sinni í viku í jóga tíma og kemur líka einu sinni í viku í Zumba. Þetta er upplifun Áslaugar af Jóga með Theu :

Jóga gefur mér kraft og kærleik, andlegan og líkamlegan styrk. Dásamlega tilfinningu að nýta í núinu, að vera til staðar og taka á móti. Frelsi og hamingju, vellíðan og hugarró.
Geng út með nýrri og betri líkama og fæ betri svefn á eftir. Jóga veitir mér ánægju með frábæru fólki og frábærum kennara.

Og um Zumba tímana hefur Áslaug Erla þetta að segja :

Zumba veitir mér gleði og styrk á líkama og sál, hjálp til að takast á við verkefni dagsins. Vellíðan og hugarró. Eintóma hamingju með frábærum kennurum og frábæru fólki á öllum aldri.

Við erum Áslaugu óendanlega þakklát fyrir að deila þessu með okkur og sérstaklega fyrir að koma alltaf til okkar því hún geislar af fegurð að utan sem innan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *