Söknuður

hopur brosÞegar við sem kennum Zumba, jóga, línudans og samkvæmisdansa i hverri viku horfum yfir salinn og mætum blíðum brosum allra sem eru mættir fyllumst við mikilli gleði og þakklæti. En um leið finnum við alltaf fyrir smá söknuði því við sjáum að einhverja vantar í hópinn.

Við þekkjum alla sem koma til okkar. Mjög marga þekkjum við með nafni en alla þekkjum við af því hvar þeir koma sér fyrir í salnum og þannig vitum við um leið hvort þeir eru mættir eða ekki þegar tíminn byrjar.

Og ef einhver manneskja er ekki mætt þá söknum við hennar. VIð söknum þess að fá ekki orkuna, brosið og jákvæðu straumana sem við fáum svo oft frá þessum stað í salnum. Við vitum þá líka að manneskjan sem við söknum er ekki að fá frá okkur þá orku, bros, hvatningu og kraft sem við viljum gefa henni, ekki fyrr en hún kemur næst.

Komdu alltaf til okkar. En ef þú kemst ekki þá veistu að við söknum þín 🙂

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *