Það er fátt betra en að mæta í jógatima til Theu eftir annasaman dag

photo-4

Þórhildur Þórhalldóttir stundar Jóga með Theu og hefur þetta að segja :

Það var fyrir tilstuðlan æskuvinkonu minnar að ég ákvað fyrir nokkrum árum að prófa jóga.  Fyrir valinu var Dans- og jóganámskeið í Mecca Spa í Kópavogi. Kennarinn, hún Thea, var þá að stíga sin fyrstu skref í  jógakennarastarfinu og það var ekki aftur snúið. Ég fann strax að þetta form og sambland  af hreyfingu og hugleiðslu var eitthvað sem hentaði mér og hef stundað jóga reglulega síðan.

Það er fátt betra en að mæta í jógatima til Theu eftir annasaman dag. Timarnir standa saman af öndunar- og upphitunaræfingum, liðkandi og styrkjandi jógastöðum og slökun í lokin, sem er algjörlega himnesk. Stundum blandast dans inn tímana sem er skemmtileg viðbót við hefðbundar æfingar og þá hreyfum við okkur í takt við tónlistina eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég finn mikinn mun á mér eftir að hafa lagt stund á jóga í nokkur ár. Liðleikinn, orkan og úthaldið hefur aukist og maður fer einhvern veginn endurnærður út úr tímunum. Ég hef lært að tileinka mér öndunaræfingarnar hvar og hvenær sem er en þær eru frábær leið til slökunar og eins söngla ég möntrurnar innra með mér þegar ég þarf að róa hugann.
Það er ákveðin áskorun að mæta sjálfum sér, gefa sér tíma til að vera meðvitað hér og nú á ákveðnum stað og tíma en Thea leggur mikla áherslu á að þátttakendur skilji amstur dagsins eftir fyrir utan salinn.  Það tekst henni einkar vel enda hún sjálf sérstaklega gefandi persónuleiki og nemendur eiga hug hennar allan.

Takk Thea fyrir sýndan áhuga, gleði og þækklæti í tímunum þínum.

Þórhildur Þórhallsdóttir