Við getum haldið Zumba partý hjá þér…

Við tökum að okkur að halda Zumba partý fyrir fyrirtæki og hópa og mætum þá á staðinn með allar græjur sem til þarf. Hljómtæki, svið, tónlist og rífandi stemmningu.

Eins og margir vita höldum við Zumba partý þrisvar i viku í Gamla salnum í Valsheimilinu að Hlíðarenda, kl. 19:15 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 11:00 á laugardagsmorgnum. En við getum líka komið með partýið inn á vinnustaði, félagsheimili, íþróttahús og samkomusali hvarvetna.

11012254_10204421896200241_1644794068_nVið mættum með allar okkar græjur í matsal Actavis í Hafnarfirði og tókum þátt í heilsueflingu þar við frábærar undirtektir. Við getum örugglega rifið upp stemmninguna í þínum hópi og komið mannskapnum á hreyfingu.

Það sem við mætum með :
Kröftug hljómtæki fyrir 150 manna Zumba partý
Átta fermetra svið sem er 70 sm hátt svo allir sjá kennarana.
Tveir frábærir Zumba kennarar með alla tónlist sem þarf í gott partý.

Á staðnum þarf að vera stór salur 150 fermetrar eða stærri til að amk. 50 manns geti tekið þátt. Hafðu samband og við skellum í gott partý saman