Zumba er besta brennsla sem að ég hef kynnst

brynhildur_thorgeirsBrynhildur Þorgeirsdóttir mætir mjög reglulega í Zumba partý hjá til okkar í Valsheimilið. Þetta hefur Brynhildur að segja um sína upplifun :

Zumba er besta brennsla sem að ég hef kynnst.  Maður sleppir sér í heilan klukkutíma og tíminn bara flýgur.  Líkamlega hef ég styrkst mikið og get því tekið enn betur á því í tímum. Að auki er eitthvað frelsi í því að sleppa sér á dansgólfinu við þessa frábæru tónlist.  Það fylgir því bara gleði að mæta í þessa tíma, maður fer alltaf brosandi útúr tímanum.

Zumba er orðinn ómissandi partur af vikunni hjá okkur hjónunum, bæði frábær hreyfing en miklu, miklu meira en það.  Ótrúlega hressandi að mæta í tíma og alveg sama hversu strangan dag maður hefur átt, þá fer maður orkumeiri og glaðari heim.  Má helst ekki missa tíma úr,  ekki margt sem telst gild afsökun fyrir því að sleppa Zumbatíma. Hvet alla til þess að prófa, ótrúleg upplifun sem hentar öllum sem finnst gaman að dansa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *